Ingþór Björgvinsson hefur gengið til liðs við Hamar á lánssamningi frá Selfossi. Ingþór hefur spilað síðustu tvö tímabil með Selfossi í 1. deildinni. Ingþór er uppalinn í Hamar og hefur alla tíð spilað með liðinu að utanskildri dvöl hans á Selfossi. Hann hefur spilað 108 leiki og skorað 17 mörk fyrir Hamar. Ingþór var fyriliði liðsins á árunum 2013 og 2014. Við erum í skýjunum yfir að fá Ingþór aftur heim og hjálpa Hamri í barráttunni um að komast upp um deild.

Ingþór mun spila sinn fyrsta heimaleik í tvö ár á Grýluvelli í kvöld þegar liðið tekur á móti Vatnaliljunum.

Ingþór Björgvins

Ingþór í leik með Hamri.

Hamar mætti Kríunni við frábærar aðstæður á Vívaldi vellinum í gærkveldi.

Hamarsmenn vildu ólmir fylgja eftir flottum sigri á Álftanesi í síðustu umferð og byrjuðu leikinn í gær af krafti.

Spilamennskan var flott en þeir létu boltann ganga vel sín á milli og sköpuðu sér mikið af færum sem þeir nýttu illa.

Sigmar skoraði fyrsta mark sitt fyrir Hamar þegar  að hann tók skemmtilega á móti fyrirgjöf frá Daniel og skoraði af stuttu færi.

Hassing var svo á ferðinni stuttu síðar eftir góða sókn upp hægri kantinn og staðan orðin 2 – 0.

Það urðu lokatölur en bæði lið skiptust á færum í seinni hálfleik án þess þó að skora.

Með sigrinum er Hamar í öðru sæti 2 stigum á eftir KH en þessi lið mætast í toppuppgjöri í næstu viku á Valsvellinum.

Hamar mætti liði Álftanes á Grýluvelli við toppaðstæður í gærkvöldi. Ljóst var að um hörkuleik yrði að ræða þar bæði lið eru í toppbaráttu í D – riðli.

Hamars liðið byrjaði leikinn vel en liðið var þétt og baráttu glatt og skoraði Hassing tvö mörk í fyrri hálfleik en bæði komu eftir að Hamars liðið hafði unnið boltann ofarlega á vellinum. Hamar var nær því að bæta við marki heldur en Álftanes að skora en staðan 2 – 0 í hálfleik.

Álftanes komu með meiri baráttu í þann seinni en vörn Hamars hélt alveg fram á 79 mínutu þegar Álftanes skorar eftir aukaspyrnu.

Bæði lið héldu áfram að sækja en án þess að skora og 2 – 1 sigur niðurstaðan í hörku leik.

Með sigrinum er Hamar komið í 2. sætið í riðlinum einu stigi yfir Álftanes og með leik til góða.

Hamar er einnig ennþá ósigrað í Íslandsmótinu.

Næsti leikur er á Miðvikudaginn á móti Kríu en leikið verður á Seltjarnarnesi.