Nú í sumar velur Körfuknattleikssamband Íslands nokkra aldurhópa í mismunandi landsliðsverkefni. Eitt af þessum verkefnum er æfingahópur hjá krökkum fæddum 2002, svo vel stöndum við hjá Hamri að við eigum fimm krakka sem tóku þátt í þessu landsliðsverkefni helgina 11.-12. júní. Þetta voru þau Helga Sóley Heiðarsdóttir, Gígja Marín Þorsteinsdóttir, Gunnhildur F. Hallgrímsdóttir, Guðjón Ingason og Arnar Dagur Daðason. Þessir flottu fulltrúar okkar Hamarsmann stóðu sig að sjálfsögðu öll virkilega vel og voru sjálfum sér og félaginu til sóma. Björt framtíð hjá þessum krökkum sem og körfuknattleiksdeild Hamars.
Körfuknattleiksdeild Hamars hefur staðið fyrir tveimur körfuknattleiksnámskeiðum nú í sumar. Eldri hópurinn sem voru krakkar á aldursbilinu 7-10 bekkur grunnskóla voru á námskeiði frá 17. ,maí til og með 13. júní. Í lok námskeiðsins komu síðan tveir gestir í heimsókn sem bæði eru frábærar fyrirmyndir og skemmtilegir þjálfarar, þetta voru þeir Haukur Helgi Pálsson og Martin Hermannsson sem báðir spila með íslenska landsliðinu og hafa líka báðir lagt stund á háskólanám með körfuboltanum. Þeir lögðu einmitt áherslu á það við krakkana að það skifti miklu máli að lifa heilbrigðu líferni, æfa vel en líka að það skifti miklu máli að leggja sig fram í námi. Flottir gestir og flottur endir á góðu námskeiði.