Hjalti

Árið sem senn er að líða hefur að flestu leyti verið farsælt fyrir Íþróttafélagið Hamar. Mikil gróska er í starfi deildanna og hefur heildarfjöldi iðkenda aukist á árinu. Sunddeild Hamars hefur aðeins átt undir högg að sækja, en það er von okkar að úr rætist enda fara fyrir starfi deildarinnar öflugir einstaklingar sem eru tilbúnir til að leggja mikið á sig til að vinna að framgangi sundíþróttarinnar í Hveragerði. Full ástæða er til að hvetja sem flesta til að mæta á æfingar hjá sunddeildinni en þjálfari deildarinnar er hin geðþekki og reynslumikli Magnús Tryggvason.

Talsverð umræða hefur verið að undaförnu um kostnað foreldra við íþróttaiðkun barna. Þessi umræða er að mörgu leyti réttmæt, enda er oft á tíðum um að ræða veruleg fjárútlát af hendi foreldra, ofan á það bætist vinna við fjáraflanir o.fl. Bæjarstjórn Hveragerðis tók á árinu ákvörðun um að innleiða frístundastyrk. Með styrknum skuldbinda bæjaryfirvöld sig til að greiða 12.000 krónur með hverju barni undir 18 ára aldri sem iðkar íþrótta-, lista-og tómstundarstarfsemi. Íþróttafélagið Hamar fagnar þessari ákvörðun og er það von okkar að þessi aðgerð létti undir með foreldrum. Mjög mikilvægt er að deildir Hamars stilli hækkunum á æfingargjöldum í hóf svo að styrkurinn nýtist sem best.

Það þurfti hvorki meira né minna en tvær helgar undir jólamót Knattspyrnudeildar Hamars. Áætlaður fjöldi iðkenda á mótinu var 1.600 manns. Jólamót Kjörís er orðin stærsti einstaki viðburðurinn innan deilda Hamars og er mótið gott dæmi um þau gríðarlegu umskipti sem Hamarshöllin hefur haft fyrir Íþróttafélagið, bæði hvað varðar aðstöðu og ekki síður möguleika til tekjuöflunar. Samstillt átak foreldra, stjórnar og styrktaraðila gerir þennan glæsilega viðburð að veruleika.

Hjá Hamri fer fram öflugt sjálfboðaliðastarf þar sem foreldrar og aðrir aðstandendur leggja mikið á sig til fjáraflana, ferðalaga og annarra starfa sem tilheyra starfi iðkenda. Tæknin hefur í seinni tíð komið sterk inn í allt íþróttastarfið. Foreldrar og þjálfarar nýta sér samskiptamiðla í auknum mæli til að skipuleggja starfið. Kostir t.d Facebook eru ótvíræðir til að koma skilaboðum fljótt og vel áfram. Eins og gefur að skilja geta skoðanir á hinum ýmsu hlutum er tengjast starfinu verið misjafnar. Mjög mikilvægt er að við sýnum hvort öðru kurteisi og virðingu í öllum samskiptum og metum störf hvors annars að verðleikum. Við erum jú þegar á hólminn er komið öll í sama liðinu, það frábæra lið heitir Hamar

Fyrir hönd stjórnar Hamars vil ég þakka fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og sendi okkar bestu óskir um gleðileg jól, farsæld og hamingju á nýju ári

Áfram Hamar!

Hjalti Helgason, formaður Hamars

Árlega veitir íþrótta og æskulýðsnefnd í Hveragerði þeim einstaklingum sem búsettir eru í Hveragerði og hafa náð góðum árangri í sínum íþróttagreinum viðurkenningu. Val þetta er jafnan kunngert á milli jóla og nýárs og að þessu sinni voru tveir einstaklingar sem hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur í körfuknatteik. Dagný Lísa Davíðsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur með yngri landsliðum íslands árið 2015. Einnig fékk Ragnar Nathanelsson viðukenningu fyrir góðan árangur með A landsliði íslands á Evrópumótinu nú í haust, í lokinn var svo tilkynnt hver hefði hlotið viðukenningu sem íþróttamaður Hveragerði árið 2015 og körfuknattleiksfólki til mikillar gleði var Ragnar valinn íþróttamaður Hveragerðis að þessu sinni. Körfuknattleiksdeild Hamars óskar þessu glæsilega íþróttafólki til hamingju með þessar viðurkenningar.

Íþróttafélagið Hamar sendir iðkendum, foreldrum, þjálfurum, styrktaraðilum og öðrum velunnurum sínar bestu óskir um gleðileg jól og farsældar á komandi ári.

Meistaraflokkur Hamars fékk til sín gríðarlega sterkann liðstyrk fyrir komandi átök þegar Tómas Ingvi Hassing gekk til liðs við félagið. Tómas hefur allann sinn feril spilað fyrir Hamar að undanskildu s.l tímabili þegar hann lék með Árborg. Tómas er mikill markaskorari en hann skoraði 17 mörk í 15 leikjum fyrir Árborg á síðasta tímabili. Tómas gerði tveggja ára samning við Hamar og er félagið í skýjunum hafa Tómas með í uppbyggingu félagsins.

Tómas spilaði fyrir Hamar upp alla yngri flokkana. Hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokks leik árið 2012 og hefur spilað 40 leiki fyrir Hamar í íslands og bikarkeppni KSÍ. Tómas hefur skorað 11 mörk í þessum leikjum.

Knattspyrnudeild Hamars býður Tómas velkominn aftur heim!

IMG_3505

Tómas Ingvi og Steini formaður við undirskrift á tveggja ára samningi.

Hamarsmenn fá Njarðvík í heimsókn í frystikistuna í kvöld kl 19:15. Hjá Úrvalsdeildar liði Njarðvíkinga er valinn maður í hverju rúmi og má þar nefna Landsliðsmennina Hauk Helga og Loga Gunnarsson t.d. og því er ærið verkefni sem bíður Hamarsliðið. Hamarsmenn eru þó staðráðnir í að gefa ekkert eftir og veita Suðurnesjamönnum harða samkeppni um laust sæti í 8 liða úrslitum powerade bikarsins. Ekki missa af þessum leik. Áfram HAMAR.

Tilkynning frá Íþróttafélaginu Hamri
Vegna slæmrar veðurspár og tilkynninga frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur Íþróttafélagið Hamar tekið ákvörðun um að fella niður æfingar hjá öllum deildum Íþróttafélagsins Hamars í dag, mánudaginn 7. desember.

 

Íþróttafélagið Hamar hvetur alla til að fylgja eftir tilkynningu Al­manna­varna­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra þar sem ekki sé ráðlegt að vera á ferðinni eft­ir klukk­an 12 á há­degi í dag á suðurlandi. Á öðrum stöðum á land­inu, og þar með talið á höfuðborg­ar­svæðinu, er ráðlegt að vera ekki á ferðinni eft­ir klukk­an 17.

Nú er desember mánuður genginn í garð og körfuboltinn en í fullu fjöri. Hamarstúlkur taka á móti Val í Frystikistunni í Hveragerði í kvöld. Síðasti heimaleikur hjá stelpunum endaði með glæsilegum sigri á liði Keflavíkur og nú er komið að Valsstelpum. Ekki láta þennan leik framhjá þér fara. Mættu kl 19:05 og leikurinn sjálfur hefst svo kl 19:15. Áfram Hamar

Benedikt Guðmundsson þjálfari 16. Ára landsliðs körfuknattleikssambands íslands hefur valið 24 manna landsliðsúrtak. Þau ánægjulegu tíðindi komu þar að einn af okkar efnilegri strákum var valin til æfinga og auðvitað vonum við að honum gangi sem best þar og komist alla leið í gegnum niðurskurðinn. Sannarlega glæsilegt hjá þessum unga og bráðefnilega strák, ekki nokkur vafi á að hann á eftir að veita okkur Hvergerðingum margar ánægjustundir í Frystikistunni.

Landsliðshópur U16

Alex Rafn Guðlaugsson · KR
Alfonso Söruson Gomez · KR
Arnar Geir Líndal · Fjölnir
Arnar Smári Bjarnason · Skallagrímur
Arnór Sveinsson · Keflavík
Aron Ingi Hinriksson · Snæfell
Benjamín Þorri Benjamínsson · Þór Þorlákshöfn
Björn Ásgeir Ásgeirsson · Hamar
Brynjar Atli Bragason · Njarðvík
Daníel Bjarki Stefánsson · Fjölnir
Danil Kirjanovski · KR
Einar Gísli Gíslason · ÍR
Elvar Snær Guðjónsson · Keflavík
Guðlaugur Hrafn Kristjánsson · Breiðablik
Hafsteinn Guðnason · Breiðablik
Hermann Gestsson · Haukar
Hilmar Pétursson · Haukar
Hilmar Smári Henningsson · Haukar
Ingvar Hrafn Þorsteinsson · ÍR
Leó Steinn Larsen · Breiðablik
Magnús Þór Guðmundsson · Fjölnir
Sigvaldi Eggertsson · ÍR
Smári Sigurz · Fjölnir
Þorsteinn Breki Eiríksson · Breiðablik

Þjálfari: Benedikt Guðmundsson
Aðstoðarþjálfari: Sævaldur Bjarnason