Hrunamaðurinn Árni Þór Hilmarsson hefur látið af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna af persónulegum ástæðum. Árni tók við liðinu í vor af Hallgrími Brynjólfssyni. Stjórn körfuknattleiksdeildar þakkar Árna fyrir vel unnin störf þann stutta tíma sem hann var hjá félaginu og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

Við liðinu tekur Daði Steinn Arnarsson sem er öllum vel kunnugur og býður stjórnin Daða velkominn til starfa.

Stelpurnar eru að taka þátt í Lengjubikarnum þessa dagana og er næsti leikur heimaleikur á fimmtudaginn við Keflavík.  Fyrsti leikurinn í Domino’s deildinni er svo 14. október við Íslandsmeistara Snæfells í frystikistunni.

Áfram Hamar!

Aðalfundur knattspyrnudeildar Hamars verður haldin þriðjudaginn 29. September kl 20:00 í aðstöðuhúsinu við Hamarshöll.

Dagskrá:

– Venjuleg aðalfundarstörf.

– Önnur mál.

Stjórn knattspyrnudeildar.

Bingó körfuknattleiksdeildar Hamars verður haldið næstkomandi miðvikudag 16 september kl: 20:00. Fjörið fer fram í Heilstofnun Hveragerðis NLFÍ.

Margir glæsilegir vinningar verða í boði og þ.á.m utanlandsferð svo það verður enginn svikinn á að mæta í Bingó.

Hvetjum alla til að mæta tímalega 🙂

Áfram Hamar!

Frítt er að æfa til 13. Sept. Þeir sem verða búnir að skrá fyrir 20. Sept fá fimleikabol/stuttbuxur þegar búið er að ganga frá greiðslu.
Eftir þessa viku sjaum við hversu margir koma til með að æfa í vetur og þá getum við þurft að gera einhverjar breytingar með tilliti til fjölda iðkenda og þjálfara.

 

Æfingagjöld veturinn 2015-2016 – takið eftir að um er að ræða gjald fyrir fyrir allan veturinn sept til maí.
Stubbaleikfimi 9 vikna námskeið 7000kr (hefst 10.okt)
T8 25.000kr
T7 36.000kr
T6 48.000kr
T5 48.000kr
T4 56.000kr
T3 56.000kr
TS 53.000kr
T2 76.000kr
T1 76.000kr


Innifalið í iðkendagjöldum (ekki stubbaleikfimi) er fimleikabolur/stuttbuxur fyrir þá sem skrá og ganga frá greiðslu fyrir 20. september.

Hlökkum til að sjá ykkur

 

Kæru stuðningsmenn og aðrir Hvergerðingar

Nú er frábæru knattspyrnusumri lokið hjá meistaraflokki karla í Hamri.  Er gaman að rifja upp þegar ég settist niður með stjórninni í nóvember og við ræddum um hvað við vildum fá út úr sumrinu eftir erfitt ár í fyrra. Við vorum allir sammála um að nú þyrfti að byrja á byrjun, það þyrfti að búa til kjarna af heimamönnum sem myndu vera í aðalhlutverki í Hamars liðinu til næstu ára.

Það markmið náðist og gott betur en það, af þeim 29 leikmönnum sem spiluðu fyrir Hamar í sumar komu 21 frá Hveragerði.  Árangurinn lét heldur ekki á sér standa, 8 leikir unnust og aðeins 4 töpuðust með minnsta mögulega mun. Oft var boðið uppá markaveislu þar sem Hamar skoraði að meðaltali 4 mörk í leik.

Mikill hugur var í leikmönnum,  sem settu það markmið fyrir sumarið að komast í úrslitakeppnina, það eina sem skildi að Hamar og efstu lið riðilsins, var reynsluleysi.  Sem dæmi um það voru 8 leikmenn af þeim 11 sem byrjuðu í svokölluðum úrslitaleik á móti ÍH, 20 ára eða yngri.

Framtíðin er björt í Hveragerði og líkur eru á að flestir leikmenn sem voru í sumar verði áfram með okkur næsta sumar.  Stefnan verður því sett á að gera enn betur.

Umgjörðin utan um heimaleiki var frábær og stuðningur ykkar var ómetanlegur.  Það er ótrúlega mikilvægt fyrir ungt lið Hamars að finna stuðning, enda er oft sagt að góður stuðningur sé eins og tólfti leikmaðurinn.

Um leið og ég vil þakka ykkur fyrir sumarið vonast ég til að sjá ykkur á vellinum næsta sumar.

 

Með fótboltakveðju

Ólafur Hlynur                                                                                                          Ólafur Hlynur 3

Hér er að finna stundatöflur íþróttamannvirkja Hveragerðisbæjar fyrir haustönn 2015 sem taka gildi 1. september 2015. http://www.hamarsport.is/hamar/stundatoflur-ithrottamannvirkja/

Landferðir sjá um akstur á milli Skólamarkar og Hamarshallar fyrir yngstu krakkana eftir skipulagi.

Stundatafla íþróttahús við Skólamörk(Smellið á mynd til að stækka)
skolamork2015
Stundatafla Hamarshöll(Smellið á mynd til að stækka)
Hamarsholl2015
Stundatafla gervigrasvöllur í Hamarshöll(Smellið á mynd til að stækka)
Gervigras2015

Birt með fyrirvara um breytingar vegna móta, leikja og/eða vegna veðurs o.fl.