Hattarmenn mættu í Hveragerði með Domino´s bragð í munninum. Með sigri myndi Höttur tryggja fyrsta sætið og þar með sæti í Domino´s-deild karla. Leikurinn var hnífjafn og mikilspenna í leiknum í byrjun.

Gestirnir leiddu 22-25 eftir fyrsta fjórðung. Annar leikhluti bauð síðan uppá taumlausa skemmtun í báðar áttir, fyrst náði Höttur 7 stiga forskoti 34-41, en Hamarsmenn tóku áhlaup 24-6 og staðan 58-47 í hálfleik.

Höttur byrjaði af krafti í seinni og saxaði á forystu Hamars, en þó hægt þar sem öll skot duttu báðu megin. Staðan 88-83 eftir 3.leikhluta. Í fjórða leikhluta kviknaði svo endanlega í netinu, Hamarsmenn enduðu á að setja niður 13 þrista í 23 tilraunum, en Höttur 13 af 25. Höttur minnkaði muninn minnst niður í 4 stig 99-95 en þá sögðu heimamenn stopp og halda spennu í deildinni.

Hamarsmenn klífa aftur upp í annað sætið og trúa stöðugt á fyrsta sætið enn. Atkvæðamestir voru hjá heimamönnum Julian með 33 stig, 13 fráköst, og 5 stoðsendingar, Þorsteinn setti 23 stig, 13 fráköst, Snorri sallaði niður 20 og Örn 19. Hjá Hetti var Tobin með 40 stig og 10 fráköst og Viðar 21 stig

Hér má svo sjá viðtöl eftir leik https://www.facebook.com/video.php?v=395478990629897&set=vr.395478990629897&type=2&theater&notif_t=video_processed

Umfjöllun: Í.Ö.G
mynd/ Guðmundur Erlingsson

Ragnheiður Eiríksdóttir var útnefnd blakmaður Hamars fyrir árið 2014 á aðalfundi blakdeildar í janúar. Ragnheiður hefur stundað blak með Hamri undanfarin ár og hefur hún tekið afar miklum framförum á þeim tíma. Ragnheiður leikur vanalega sem kantsmassari og hefur hún átt sinn þátt í velgengni Hamars í Íslandsmótum undanfarinna tveggja ára þar sem kvennaliðið hefur unnið sig úr þriðju deild í þá fyrstu á tveimur árum.  Ragnheiður er gríðarlega áhugasöm og leggur sig alltaf vel fram á æfingum og keppni.  Jafnframt er Ragnheiður góður félagi og leggur sitt af mörkum að gera liðsfélagana liðugri með sínum víðfrægu teygjuæfingum. Blakdeild óskar Ragnheiði til hamingju með titilinn.

 

frettalogo

 

Firma og hópakeppni Hamars verður haldin í Hamarshöllinni 7. Mars n.k.

 

 Mótið hefur verið vinsælt undanfarin ár og gefst mönnum tækifæri á að sýna listir sínar við bestu aðstæður til knattspynuiðkunnar!

 

 

-Leikið er í liðum 6 á móti 6.
-Leikið er eftir reglum KSÍ um keppni 7 manna liða.
-Stærð vallar er 42 x 32 metrar (1/4 af fullum velli).
-Leiktími hvers leiks er 1 x 13 mín.
-Hvert lið leikur að lágmarki 4 leiki.
-Hver leikmaður er aðeins hlutgengur með einu liði í mótinu.

Firmamótsmynd 3

Hermann Hreiðarsson tók þátt í mótinu í fyrra.

 

 

 

Mótsgjald er 20.000 kr á lið.

 

Glæsilegir vinningar verða í boði fyrir sigurliðið!!

 

 Tilboð verður fyrir keppendur á Hoflandsetrinu að móti loknu.

 

Skráning er á ollimagnusson@gmail.com

Meistaraflokkur karla spilaði æfingaleik s.l Laugardag. Spilað var gegn Létti og fór leikurinn fram í Fífunni í Kópavogi. Léttir verða með Hamri í riðli í 4.deildinni í sumar. Þrír nýjir leikmenn voru til reynslu hjá Hamri í leiknum. Það voru tveir ungir og sprækir strákar uppaldir í Breiðablik og einn reyndur spánverji. Hamarsmenn byrjuðu leikinn af krafti og voru betri aðilinn í byrjun leiks. Hamarsmenn spiluðu boltanum vel á milli sín og áttu fullt af fínum marktækifærum í fyrri hálfleik. Undir lok fyrri hálfleiks náðu Hamar forystunni, Spánverjinn Jorge sendi boltann fyrir markið sem endaði í markinu eftir viðkomu einn varnarmanna Léttis. Staðan var 1-0 í hálfleik og voru Hamarsmenn mun sterkarri aðilinn í leiknum. Seinni hálfleikur fór fjörlega af stað og fljótlega náðu Hamarsmenn að bæta við marki. Þar var að verki leikmaður sem er á reynslu, Arnar Þór Hafsteinsson eftir góða fyrigjöf frá Didda. Hamarsmenn héldu áfram að spila boltanum vel á milli sín og og voru mun betri aðillinn í leiknum. Logi Geir skoraði svo gott mark eftir frábæra stungusendingu frá Didda. Léttir náðu svo að minnka munin með skallamarki. En Hamarsmenn voru ekki hættir því Arnar Þór skoraði sitt annað mark með skoti fyrir utan teig eftir enn eina stoðsendinguna frá Didda. Staðan var orðin 4-1 og voru Hamarsmenn að spila skemmtilegan fótbolta. Léttir náðu að klóra í bakkann í lokinn úr vítaspyrnu sem Hlynur Kárason var nálægt því að verja. Lokastaðan var 4-2 fyrir Hamar og var þetta annar sigur Hamarsmanna í röð.

023-1

Logi Geir Þorláksson mun spila með Hamar í sumar og skoraði hann gott mark í leiknum.

 

Næsti leikur Hamars verður Þriðjudaginn 24. Febrúar á móti Skallagrím á ÍR velli kl 20:30.

 

Á aðalfundi Hamars, sunnudaginn 22. febrúar 2015, voru heiðraðir íþróttamenn deilda og íþróttamaður Hamars fyrir árið 2014. Eftirfarandi aðilar hlutu viðurkenningu:

Hrefna Ósk Jónsdóttir, badminton.
Ragnheiður Eiríksdóttir, blak.
Anna Sóldís Guðjónsdóttir, fimleikar.
Vadim Senkov, knattspyrna.
Sóley Gíslína Guðgeirsdóttir, körfuknattleikur.
Sverrir Geir Ingibjartsson, hlaup.
Dagbjartur Kristjánsson, sund.

Sóley Gíslína hlaut titilinn íþróttamaður Hamars fyrir árið 2014.

Á aðalfundinum var bryddað uppá þeirri nýbreytni að veita gullmerki Hamars fyrir störf í þágu félagsins og hlaut  Valdimar Hafsteinsson þá viðurkenningu. Valdimar hefur setið í aðalstjórn Hamars í 20 ár samfleytt, verið formaður í knattspyrnudeild og blakdeild ásamt því að vera í stjórn Laugasports.  Valdimari er þökkuð góð störf í þágu félagsins.

Á aðalfundinum var Hjalti Helgason endurkjörinn formaður. Og auk hans skipa stjórnina Friðrik Sigurbjörnsson gjaldkeri, Álfhildur Þorsteinsdóttir, Erla Pálmadóttir og nýr í stjórn er Daði Steinn Arnarson.

IMG_9764 IMG_9759 IMG_9786 IMG_9782 IMG_9763 IMG_9735

Hamar og Fsu áttust við í hörkuleik síðastliðið mánudagskvöld. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið en verið var að berjast um annað sæti deildarinar, sem gefur heimavallarétt í umspili um sæti í Úrvalsdeild. Liðin voru hnífjöfn í byrjun leiks, þar sem amerískir leikmenn liðanna fóru hamförum, Pryor hjá Fsu og Julian hjá Hamri. Staðan í hálfleik 40-47 fyrir Hamar, eftir glæsilega flautukörfu frá kjörísprinsinum Bjarna. Í síðari hálfleik fóru svo Hamarsmenn fyrst í gang, þeir bjuggu til gott forskot og unnu að lokum þægilegan sigur 79-98. Julian var sem fyrr stigahæðstur með 41 stig og 11 fráköst, en Bjarni og Þorsteinn skoruðu báðir 16 stig og tóku 8 fráköst, Sigurður var svo með 15 stig og spilaði frábæra vörn á 3 stiga skyttuna og methafann Ara Gylfason. Hamar er því í öðru sæti á innbyrgðis viðureign með jafnmörg stig og FSu. Næsti leikur er svo föstudaginn 28 feb móti toppliði Hattar.

16177_10205811514837934_4279314171520388644_n

Lið Hamars/Hrunamanna í 7. flokk kvenna sem spilaði um helgina

Stelpurnar í 7. flokk stúlkna (stelpur fæddar 2002) í sameiginlegu liði Hamars og Hrunamanna spiluðu um helgina í B riðli Íslandsmótsins og unnu alla sína leiki nokkuð örugglega. Þær lögðu að velli lið Snæfells, Tindastóls og Hattar. Stelpurnar unnu sig því aftur upp í A riðil eftir stutt stopp í B riðli. Þær höfðu spilað fyrri fjölliðamót vetrarins í A riðli en féllu niður í B riðil eftir eins stigs tap á móti Njarðvík á síðasta móti. Með því að vinna B riðilinn núna eru þær aftur komnar í hóp 5 bestu liða á Íslandi og spila þær lokaumferð Íslandsmótsins í A riðli og spila því um Íslandsmeistaratitilinn helgina 18.-19. apríl í Keflavík.

Það er ljóst að aprílmánuður verður spennandi hjá ungmennunum okkur, því helgina áður munu drengirnir í sama aldursflokk einnig spila um Íslandsmeistaratitilinn. 1896785_10154957058565451_6242219643603953010_n

Hamarsstelpurnar á skemmtilegri búningaæfingu fyrir jól.

 

 

 

Hamar og Árborg áttust við í leik í sunnlenska.is bikarnum s.l sunnudag. Hamarsmenn höfðu tapað báðum sínum leikjunum í mótinu 0-2. Hamarsmenn mætti vel stemmdir til leiks og  sem fyrr voru allir leikmenn Hamars úr Hveragerði. Strákunum gekk vel að halda boltanum innann liðsins og var margt jákvætt í leik liðsins í fyrri hálfleik. Leikar stóðu 0-0 í hálfleik þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Hamarsmanna fyrir framan mark Árborgar að koma boltanum í netið. Í seinni hálfleik fóru Hamarsmenn ofar á völlinn á pressuðu stíft á leikmenn Árborgar. Pressan skilaði góðum árangri fljótlega í seinni hálfleik þegar Diddi vann boltann hátt á vellinum og kom honum á Jóa Snorra sem sendi boltann fyrir markið til Hafþórs Vilbergs sem skoraði fyrsta mark Hamars á undirbúningstímabilinu. Skömmu seinna unnu strákarnir boltann á svipuðum stað og barst boltinn til Didda sem skaut föstu skoti framhjá markverði Árborgar. Staðan var orðinn 0-2 fljótlega í seinni hálfleik og voru Hamarsmenn að spila glimrandi fínan bolta. Eftir þetta datt leikurinn örlítið niður og bæði lið freistuðust til að skora mörk. Þegar um 2 mínútur voru eftir náðu Árborg að troða boltanum framhjá Hlyni Kárasyni markmanni Hamars. Lokatölur voru 2-1 fyrir Hamri!

Haffi Vilberg

Hafþór VIlberg skoraði fyrsta markið.

Diddi

Kristinn H. Runólfsson (Diddi) skoraði annað markið.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frábær sigur hjá Hamri og verður spennandi að fylgjast með þeim í næstu leikjum. Það er greinilegt að góðar æfingar Ólafs þjálfara eru að skila sér og leikmenn eru að bæta sig með hverri vikunni. Strákarnir í liðinu eru að vinna vel fyrir hvorn annann og er greinilega mikil samheildni í liðinu.

Óvíst er hvernær næsti leikur Hamars er þar sem veðurguðirnir eru að gera fótboltamönnum lífið leitt þessa dagana og erfitt að fá völl til að spila á. Unnið er að því að ná einum til tveim æfingaleikjum áður en Lengjubikarinn hefst 14. Mars n.k.

Áfram Hamar!!!

Stjórn Hamars 2014-2015

Íþróttafélagið Hamar heldur aðalfund í Grunnskólanum í Hveragerði sunnudaginn 22. febrúar 2015 kl. 14.00

 
Fundarefni:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Reikningsskil.
4. Venjuleg aðalfundarstörf.
5. Önnur mál.
6. Verðlaunaafhending og lýst kjöri íþróttamanns Hamars.

Í lokin verða kaffiveitingar í boði Hamars.

Verið velkomin

Stjórn Hamars

Það fór þó aldrei svo að strákarnir okkar í 7. flokki karla næðu ekki að springa út á heimavelli. Fyrir helgina hafði flokkurinn ekki unnið leik í b – riðli heldur haldið sér uppi á því að fjölgað var í riðlinum á milli móta, en strákarnir sýndu svo sannarlega að þeir eiga fullt erindi á þetta getu stig og gott betur. Strákarnir unnu Grindavík (38-44), Stjörnuna (33-27) og Skallagrím (37-26) en þurftu að játa sig sigraða gegn Njarðvík (33-35) eftir tvíframlengdan leik þar sem fjöldi vítaskota á lokasekúntum leiksins fór forgörðum hjá okkar drengjum. En þrátt fyrir þetta tap þá fer Hamar áfram þar sem Njarðvík hafði tapað fyrir Stjörnuni með tveimur stigum og Hamar unnið Stjörnuna með sex stigum og því ljóst að Njarðvík varð að vinna með fimm stigum. Leikurinn  gegn Njarðvík var hinsvegar gríðarlega skemmtilegur og spennandi og alveg óhætt að segja að þetta sé einn af þeim leikjum sem strákarnir læra eitthvað af. Nú er það því ljóst að Hamarsstrákrnir munu spila í A – riðli helgina 11.-12. apríl og framundan stífar æfingar til að mæta sem best undirbúnir fyrir lokaúrslitinn í íslandsmótinu.