Hamar og ÍA áttust við í frystikistunni í kvöld. Leikurinn fór fjörlega af stað og skiptust liðin á að taka forustuna. Hamarsmenn sem sátu í öðru sæti fyrir leikinn þurftu nauðsynlega á sigri að halda í toppbaráttunni, en sömu sögu má segja af Skagamönnum sem voru í þriðja sætinu. Eftir fyrsta leikhluta leiddu gestirnir af skaganum eftir stórleik frá Zac sem skoraði 16 stig fyrir skagamenn 24-26. Í öðrum leikhluta dróg þó til tíðinda þegar dómari leiksins Björgvin Rúnarsson meiddist, við þetta var mikil töf á leiknum og þurfti Gunnlaugur að dæma restina af fyrri hálfleik einn. Hamarsmenn voru allan leikhlutann að elta skagann en náðu að jafna þegar 6 sek voru eftir 45-45, En hvar annar en Zac-Attack var mættur og smellti niður þrist sem kláraði fyrri hálfleikinn og staðann því 45-48 gestunum í vil.

Við tók svo lengsti hálfleikur sem nokkurn tíman hefur verið í körfu þar sem kalla þurfti á Davíð Hreiðarsson til þess að koma og dæma síðari hálfleikinn með Gunnlaugi. Loks hóst þó leikurinn aftur og héldu liðin áfram að vera hníf jöfn, það voru þó ÍA strákar sem náðu fínu forskoti 57-64 en þá vöknuðu heimamenn loksins. Með körfum úr öllum áttum náðu Hamarsmenn að vinna stemmninguna yfir sín megin og komast yfir fyrir loka fjórðunginn 69-68, og Spennan gífurleg þó seint værir liðið á fimmtudagskvöld. Það ætlaði síðan allt að verða vitlaust þegar að Fannar þjálfari Skagamanna lenti í samstuði við Sigurð Hafþórsson leikmann Hamars í upphafi 4 leikhluta og uppskar hann ásetningsbrot. Þennan meðbyr nýttu Hamarsmenn sér og náðu smá forskoti þó ekki væri nema 3-5 stig og sigldu að lokum sex stiga sigri í hús 93-87.

Hjá Hamri var það liðsheildin sem skóp sigurinn en atkvæðamestur var Þorsteinn Gunnlaugsson með 25 stig og 13 fráköst, næstur kom Julian Nelson með 20 stig,  Örn Sigurðarson var með 18 stig og 9 fráköst, Halldór Gunnar Jónsson setti 12 stig, Kristinn Ólafsson og Birgir Þór Sverrisson settu 5 stig hvor. Hjá ÍA var það Zachary „ZAC-ATTACK“ Warren með 47 stig og 6 fráköst, þá var Fannar með 14 stig og 10 fráköst.

Áfram Hamar!

Þá er komið að öðrum heimaleik hjá strákunum í 1. deildinni á þessu tímabil en þeir hafa spila þrjá útileiki og unnið tvo þeirra en tapað einum. Eini heimaleikurinn sem búin er var spennu sigur á FSu. Skagamenn koma í heimsókn í frystikistuna í kvöld og þeir hafa farið vel af stað í deildinni með þrjá sigra og eitt tap eins og okkar strákar. Leikurinn er mjög mikilvægur báðum liðum og því má búast við hörkuleik.

Leikurinn hefst kl: 19:15 og rjúkandi heitar pizzur í sjoppunni 🙂

Allir að fjölmenna í frystikistuna í kvöld og styðja strákana.

Áfram Hamar!

Fyrsta tap strákanna í 1. deildinni kom síðastliðin föstudag þegar þeir lágu fyrir Hetti á Egilstöðum 76-70. Fyrir vikið fór Höttur uppí fyrsta sætið með 8 stig eftir fimm leiki en Hamar er í öðru með 6 stig efttir fjóra leiki.

Strákarnir spiluðu ekki nægilega vel í leiknum á föstudag að undanskyldum fyrsta leikhlutanum þar sem liðið spilaði saman og hafði gaman af þessu. Því miður sýndi liðið ekki þann leik í næstu þremur leikhlutum og alltof margir leikmenn spiluðu undir getu. Þá var dómgæslan heldur ekki góð í leiknum og bar á miklu ósamræmi í dómum þó svo að það hafi ekki haft áhrif á úrslitin sem slík.

Þorsteinn Gunnlaugsson meiddist undir lokinn í leiknum og óvíst er hvort hann nái næsta leik en við krossum fingur og vonum það besta!

Stigahæstir í leiknum Þorsteinn Gunnlaugsson 19 stig og 7 fráköst, Julian Nelson 17 stig og 8 fráköst en liðið þarf að fá miklu meira frá honum en hann sýndi í þessum leik, Örn Sigurðarson 16 stig og 7 fráköst.

Nú er lag fyrir Hamarsmenn að  koma sterkir til baka því næsti leikur er annar toppslagur við Skagamenn sem hafa spilað vel undanfarið.

Áfram Hamar!

Blakdeild Hamars sendir 3 lið til keppni í Íslandsmótinu í blaki. Karlalið keppir í 1.deild (næstefstu), Og kvennaliðin Hamar A í 2. deild og Hamar B í 5. deild. Deildakeppni karla er leikin heima og heiman en kvennaliðin leika í turneringaformi.  Mótið fer vel af stað hefur karlaliðið sigrað tvo leiki af þremur. Hamar A kvenna er í 2-3 sæti af 9 liðum eftir fyrstu turnernngu sem fram fór á Ísafirði og Hamar B lék á Siglufirði þar sem 2 leikir unnust og 2 töpuðust helgina 8.-9. nóv.

 

Í gær var dregið í 16-liða úrslit karla og kvenna í Powerade-bikarnum en drátturinn fór fram í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Hamarsstrákarnir fengu útileik við ÍA sem spilar í 1. deild eins og við. Stelpurnar fengu svo heimaleik við Grindavík en bæði lið spila í Domino´s-deildinni. Leikið verður helgina 5 – 7. desember næstkomandi.

Stelpurnar verða svo í eldlínunni í kvöld þegar þær heimasækja Íslandsmeistarlið Snæfells í Stykkishólmi í Domino´s-deildinni.

Strákarnir eiga leik á föstudaginn við Hött á Egilsstöðum og þarna er á ferðinn toppslagur 1. deildar. Lið Hattar hefur bara tapað einum leik af fjórum í deildinni og strákarnir okkar hafa sigrað alla þrjá leiki sína.

Áfram Hamar!

Helgin 8.-9. Nóvember

  • Minni bolti stúlkur (5-6 bekkur), spilar í Grindavík.
    • Laugardag við Njarðvík kl 13.30 og við Grindavík kl 15.30
    • Sunnudag við KR kl 09.30 og Keflavík kl 12.30
  • 7. Flokkur strákar (7. Bekkur), spilar í Ásgarði í Garðabæ, allir leikir á Laugardag
    • Kl 11.00 við Grindavík, kl 12.00 við Fjölnir og kl 15.00 við Stjörnuna
  • 9. Flokkur kvenna (9 bekkur) í Stykkishólmi.
    • Laugardagur við Skallgrím kl 15.30 og Hauka kl 18.00
    • Sunnudagur við Tindastól/Kormák kl 11.15 og Snæfell kl 13.45
  • 10. Flokkur karla (10 bekkur)
    • Laugardagur við Tindstóll/Kormákur kl 15.15 og Þór Ak kl 16.30
    • Sunnudagur við Tindastóll/Kormákur kl 09.00 og Þór Ak kl 11.30

Helgin 15.-16. Nóvember

  • Minni bolti strákar (5-6 bekkur), ekki komin staðsettning
  • 7. Flokkur stúlkur (7 bekkur), Suðurnesin
  • 9. Flokkur strákar, Seljaskóli í Breiðholti
  • 10. Flokkur stúlkur, Hafnarfjörður eða Hveragerði

Helgin 22.-23. Nóvember

  • 8. Flokkur stúlkur, ekki komin staðsetning
  • 8. Flokkur strákar, ekki komin staðsetning

32-liða úrslit í Poweradebikar karla fóru fram um helgina og komust okkar strákar áfram í 16-liða úrslitin eftir öruggan sigur á Álftanesi í gær en lokatölur voru 64-99.

Álftanes, sem spilar í 2.deild, byrjuðu betur á heimavelli og leiddu 5-4 eftir þriggja mínútu leik en Hamarsmenn voru seinir í gang í leiknum og leiddu með 4 stigum eftir fyrsta leikhluta 12-16. Í öðrum leikhluta reyndu strákarnir að keyra upp hraðann með misjöfnum árangri en sóknin fór að ganga betur en varnarleikurinn var ekki nógur góður. Annar leikhluti fór 20-28 og leiddu okkar menn 32-44 í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn var skárri en sá fyrri en það var þó ekki fyrr en í upphafi síðasta leikhlutans sem Hamarsmenn stungu hressilega af. Staðan fyrir síðasta leikhlutan var 51-70 og strákarnir sigrðu svo með 35 stiga mun 64-99. Allir leikmenn liðsins fengu að spila töluvert og náðu þeir allir að setja stig á töfluna sem er gott.

Tveir nýjir leikmenn spiluðu í þessum leik annars vegar Birgir Þór Sverrisson sem kom frá ÍR en er uppalinn hjá Skallagrími og hins vegar Sigurður Orri Hafþórsson en hann er byrjaður aftur eftir smá hlé en hann spilaði með liðinu eftir áramót í fyrra. Þeir komust vel frá sínu og styrkja liðið töluvert. Þorsteinn Gunnlaugsson spilaði ekki í gær vegna meiðsla og munar um minna, en vonir standa til að hann verði klár í næsta deildarleik.

Stigahæstir í gær voru Julian Nelson 17 stig, Hjalti Ásberg Þorleifsson 16 stig, Halldór Gunnar Jónsson 15 stig, Örn Sigurðarson 10 stig en eins og áður sagði skoruðu allir 12 leikmenn liðsins í leiknum.

Næsti leikur er erfiður útileikur á Egilsstöðum næstkomandi föstudag. Lið Hattar hefur spilað fjóra leiki í deildinni og unnið þrjá og eru með hörkulið sem spilar alltaf vel á heimavelli. Mikilvægur leikur í toppslaganum sem strákarnir ætla sér að sigra.

Áfram Hamar!