Nú er hægt að skrá börn í íþrótta- og ævintýranámskeið Hamars og Hveragerðisbæjar!
Námskeiðshaldari: Íþróttafélagið Hamar og Hveragerðisbær.
Aldur: 6 – 12 ára (f. 2008-2000).
Tímabil: Haldin verða þrjú námskeið í hálfan mánuð í senn.
Námskeið 1: 6.-20. júní,
Námskeið 2: 23. júní-4. júlí,
Námskeið 3: 7.-18. júlí.
Fjölbreytt útivera og hreyfing. Fjallgöngur, ratleikir, sund, göngu- og hjólaferðir o.fl.
Verð: 10.000 kr. (frá kl. 8-17), ½ daginn, 6.500 kr. (frá kl. 9-12 eða 13-16).
Boðið er upp á gæslu frá kl. 8-9 og 16-17. Nemendur þurfa að hafa nesti.
Skráning fer fram á hamar.felog.is
Nánari upplýsingar veitir Bjarni Rúnar, íþróttakennaranemi, bjarni16@gmail.com s. 820 3164.
Hamar sló KFR út í Borgunarbikarnum í kvöld.
Hamarsmenn byrjuðu leikinn mun betur og á 22 mínútu skoraði Samúel Arnar Kjartansson fyrir Hamarsmenn flott mark. Skömmu áður hafið Samúel reyndar misnotað sannkallað dauðafæri. Þetta var hans fjórða mark fyrir Hamar í tveimur leikjum.
Samúel Arnar Kjartansson.
Það var mun meira jafnræði með liðunum í seinni hálfleik en Hamarsmenn héldu þetta út og unnu sanngjarnan sigur á liði KFR.
Hamar er því komið í 32 liða pottinn sem dregið verður úr á föstudaginn næsta þar sem úrvalsdeildar liðin verða með.
Hamarsmenn komust áfram eftir 6-1 sigur á Snæfelli. Sigurinn hefði getað verið miklu stærri ef ekki hefði verið fyrir frábærar markvörslur frá markmanni Snæfells.
Á 30 mínútu skoraði Samúel Arnar Kjartansson fyrsta markið og staðan orðin 1-0.
Í uppbótartíma í fyrrihálfleik bætti svo Tómas Ingvi Hassing við öðru marki og staðan því 2-0 þegar flautað var til hálfleiks.
Á 54 mínútu skoraði svo Samúel Arnar Kjartansson sitt annað mark í leiknum.
Það voru ekki liðnar nema þrjár mínútur frá marki Hamars þegar Snæfell fékk víti, úr henni skoraði svo Guðmundur Sigurbjörnsson og staðan orðin 3-1 eftir 57 mínútur.
Á 70 mínútu skoraði svo Tómas Ingvi Hassing sitt annað mark og staðan orðin 4-1.
Það var svo á 81 mínútu sem fyrirliðin okkar Ingþór Björgvinsson skoraði og staðan 5-1 fyrir Hamri.
Það var svo á 91 mínútu sem Samúel Arnar Kjartansson fullkomnaði þrennu sína og lokatölur því 6-1 fyrir Hamar.
Hamar mætir því KFR í næstu umferð.