Höttur frá Egilsstöðum mætti í frystikistunna í Hveragerði í kvöld. Höttur sem sat í 3 sæti fyrir leikinn mátti ekki við því að missa af stigunum en þeir reyna að halda í heimavallaréttinn fyrir úrslitakeppnina. Hamarsmenn voru þó í 8.sæti og þurftu stigin tvö í baráttunni um það fimmta.
Fyrsti leikhluti fór vel af stað fyrir gestinna, en þeir skoruðu fyrstu 5 stig leiksins, áður en að Halldór svaraði fyrir heimamenn með þrist. Hattarmenn héldu yfirhöndinni í byrjun eða alveg þangað til í stöðunni 14-15. Þá tóku heimamenn í Hamri sig til og settu 11 stig gegn tveimur og staðan 25-17 eftir fyrsta leikhluta.
Í öðrum leikhluta var svo áfram haldandi gangur á leik Hamars, þeir nýttu sér götótta vörn gestanna og ragan sóknarleik og keyrðu hvað eftir annað í bakið á þeim. Þeir skoruðu 19 stig á móti sex stigum Hattar og var staðan 44-23. Eitthvað sem fáir hefðu búist við fyrir viðureign þessara liða, nema kannski þeir sjálfir. Höttur náði þó aðeins að bíta frá sér undir lokinn og rétta aðeins úr kútnum 46-30 var staðan í hálfleik.
Atkvæðamestur var Halldór Jónsson með 14 stig 4/5 í þristum.
Byrjunin á þriðja leikhluta var þó allt annar fyrir gestinna sem virtust hafa fengið vænan orkudrykk í hálfleik. Þeir skoruðu 19 stig á móti níu stigum Hamars og staðan skyndilega orðin einungis sex stig 55-49. Sigurður Hafþórsson átti þó frábæran leik fyrir Hamar og þaggaði hann niður í Hattarmönnum, fyrst með rándýru reverse lay-up og síðan með þriggja stiga körfu úr horninu. Þessi barátta Sigurðar virtist kveikja í heimamönnum sem að gengu á lagið og komust aftur í gott forskot 69-54.

Fjórði og síðasti leikhlutinn var síðan líkt og eitthvað handónýtt fíkniefni fyrir Hött. Í hvert skipti sem þeir komu með áhlaup, svaraði Hamar með betra áhlaupi. Gestirnir létu flest allt fara í taugarnar á sér, og jafnvel eftir fína vörn og hafa unnið boltann, ákvað Bracy að klappa framan í Halldór og uppskar hann tæknivillu fyrir vikið. Þetta var þó ekki eina tæknivillan sem fór á lið Hattar því einnig fengu Viðar Örn og Hreinn Gunnar sitthvora fyrir kjaftbrúk. Það var því Hamar sem sigldi auðveldlega í gegnum fjórða leikhlutan og pakkaði Hattarmönnum saman og sendu þá í fýluferð heim Austur á Hérað. Heimamenn í Hamri geta þó vel við unnað en framundan er hörkubarátta um 5 sætið sem gefur þátttöku í úrslitakeppninni um laust sæti í úrvalsdeild. Hamarsmenn sitja í 7.sæti með 12.stig líkt og Fsu, Breiðablik og ÍA. Næsti leikur Hamars er svo fyrir norðan gegn topliði Tindastólls.
Halldór Jónsson var stigahæðstur hjá Hamri með 26 stig, Danero var með 25 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar en Sigurður Hafþórsson kom af bekknum með 18 stig.
Hjá gestunnum voru það Bracy og Robinson með 23 stig hvor en Robinson bætti við 12 fráköstum.

Alex Birgir Gíslason er gengin til liðs við Hamar frá FH. Alex styrkir lið Hamars mikið í barátuni í sumar. Alex spilar sem hægri bakvörður og er fæddur 1994.

aIMG_7303

aIMG_7305-1

aIMG_7308

aIMG_7313

aIMG_7310

aIMG_7315

aIMG_7320

aIMG_7322

aIMG_7325

aIMG_7327

aIMG_7334

aIMG_7338

aIMG_7330