KR-ingar komu í heimsókn í frystikistuna í Hveragerði í kvöld. Fyrir leikinn voru KR-stúlkur einungis búnar að vinna einn leik en sá sigur kom einmitt á móti gestgjöfum kvöldsins Hamri. Leikurinn byrjaði með miklum skotum utan af velli hjá báðum liðum en hvorugt liðið hitti til að byrja með, þrátt fyrir að Íris hafi opnað leikinn með flottum þrist. Það var ekki fyrr en Fanney setti upp skotsýningu að stig fóru að koma á töfluna. Fanney tók sig til og setti 4 af 5 fyrstu skotum sínum og voru þau öll fyrir utan þriggja stiga línuna eða “Down Town” eins og kaninn myndi segja það. Staðan 22-9 fyrir Hamarsstúlkur eftir fyrsta leikhluta og var Fanney komin með 12 stig og 4 fráköst. Hjá KR var Henry atkvæðamest. Annar leikhluti hófst þó með betri byrjun KR liðsins og skoruðu þær fyrstu 5 stig leikhlutans og komu muninum niður í 8 stig 22-14. Þá jafnaðist leikurinn meira út, eða þangað til að um 3 mínútur voru eftir þá gáfu KR-stelpur á bensín gjöfina og minnkuðu muninn niður í 4 stig 32-28 en leikhlutinn endaði svo með 6 stiga mun Hamri í vil 36-30. Dómgæsla leiksins var oft á köflum stór furðuleg, og alltaf er leiðinlegt þegar þarf að gagnrýna dómarann en staðan í villum í hálfleik var 8 villur á Hamar á móti 3 villum á KR. Síðari hálfleikur hófst svo með því að Hamarsstúlkur settu fyrstu fjögur stig leikhlutans áður en Þorbjörg svaraði með þrist fyrir KR og var staðan því 40-33. Mikið jafnræði var áfram með liðunum og var 5 stiga munur 50-45 fyrir síðustu sókn leikhlutans en Di’Amber lauk leikhlutanum með glæsilegum “buzzer” og kom muninum í átta stig 53-45. Þarna var Di’Amber með 22 stig en næst henni var Fanney ennþá með sín 12 stig. Hjá KR var það Henry sem var með 21 stig. Fjórði og síðasti leikhlutinn hófst svo með því að liðin skiptust á að skora eða þar til að í stöðunni 56-47 þá settu KR-stelpur vélina upp um gír og byrjuðu að saxa á forskot Hamars. Þegar ekki nema þrjár mínútur voru liðnar var munurinn komin niður í 3 stig, 58-55. Þá setti Íris niður tvö stig af vítalínunni og kom muninum í 60-55. Þá komu KR stelpur aftur með sveiflu og 60-60 og síðar 62-62, og komust svo yfir í fyrsta skiptið í leiknum 62-65 og einungis 3:30 eftir af leiknum. Di’Amber svaraði þó með þrist og staðan því 65-65. KR-stelpur skoruðu þó aftur en Di’Amber geystist þá í bakið á þeim og setti niður sniðskotið og sótti villu og fékk því eitt víta skot að auki, Það rataði síðan beint í körfuna og Hamarsstúlkur því aftur komnar yfir 68-67. Þá taka dómarar leiksins sig til og spiluðu þeir stóra rullu á síðustu tveimur mínútum leiksins. Fanney fékk sýna 5 villu fyrir litlar sakir og fékk því Henry tvö skot þar sem KR-liðið var komið í bónus. Annað vítið rataði niður og var því staðan jöfn 68-68. Þá fóru Hamarsstelpur í sókn en skot þeirra geigaði og snéru KR-stelpur vörn í sókn og endaði það með því að Sigrún Sjöfn endaði á línunni og setti bæði vítin 68-70. Di’Amber heldur í sókn með Hamarsliðinu og kemur sér í ágætis skotfæri en þá er hrint á bakið á henni og skotið geigaði. Henry nær frákastinu og Hamarsstelpur pressa KR hátt. Henry kemur sér þó yfir miðju og gefur þá boltan til baka á Björg sem kom hoppandi yfir á sóknarhelming vallarins en einhvern veginn fór það fram hjá mjög svo lélegum dómurum leiksins þeim Rögnvaldi og Gunnari. KR-stelpur fengu þess í stað galopið sniðskot sem að Henry settir niður og munurinn því orðinn 4 stig og minna en mínúta eftir. Hamars liðið átti síðan lélega sókn þar sem þær töpuðu boltanum og KR-stelpur nýttu sér það og komu muninum í 8 stig áður en Di’Amber lagaði muninn með þriggja stiga körfu. Leikurinn endaði þó á því að Helga sallaði niður tveimur stigum af línunni og sjö stiga sigur staðreynd 71-78 og KR-stelpur því komnar með tvo sigra báða gegn Hamri á meðan Hamarsstúlkur töpuðu sínum þriðja heimaleik í vetur. Atkvæðamest hjá Hamri var Di’Amber með 28 stig 7 stoðsendingar og 5 fráköst næst var Fanney með 17 stig og 8 fráköst og síðan var Marín með 10 stig og 13 fráköst. Hjá KR var Henry með 27 stig og 7 fráköst og síðan var Sigrún með 12 stig og 17 fráköst.

Það sem má taka útúr þessum leik eru þó þrjár staðreyndir
– Ebone Henry er ekkert skild fótbolta manninum Thierry Henry þrátt fyrir mikla skottækni hjá báðum leikmönnum

– Hamar er eina liðið sem KR hefur sigrað í vetur, og Yngvi þjálfari þarf að borga í sektarsjóð liðsins eftir leik kvöldsins

– Dómarar leiksins vildu ná Greys Anatomy á stöð2 í kvöld og sáu sér ekki fært um að leikurinn færi í framlengingu

Hamarsmenn eru byrjaðir að æfa á fullu í Hamarshöllinni undir stjórn Ingólfs Þórarins. Tveir nýir leikmenn skrifuðu undir félagaskipti á dögunum.

Það eru þeir Sveinn Fannar Brynjarsson og Ævar Már Viktorsson. Sveinn Fannar er fæddur 1992 og kemur frá Árborg. Sveinn Fannar er uppalinn hjá Selfossi og spilaði 7 leiki með Árborg á síðasta tímabili. Ævar Már er fæddur 1995 og er því einnig gjaldgengur í 2.flokk. Ævar Már spilaði 12 leiki með KFR í 3.deildinni á síðasta tímabili. 

2013-11-11 20.01.03

Sveinn Fannar

 

2013-11-11 20.00.15

Ævar Már

    

 

 

 

 

 

 

 

 

Við bjóðum þessa efnilegu drengi velkomna til okkar í Hveragerði.

Íþróttafélag Hamars hefur fest kaup á búnaði til útsendinga á kappleikjum og viðburðum hjá deildum félagsins og var tilrauna útsending frá leik Hamar og Hauka í Dominos deild kvenna um daginn og gékk vel.

Næstu leikir í körfunni verða sendir út en það er Hamar-KR í Dominosdeild kvenna og Hamar-Tindastóll í 1.deild karla en þessir leikir eru á miðvikudag og fimmtudag og byrja báðir kl. 19.15.

Rétt að hvetja fólk áfram til að mæta og hvetja okkar lið en þeir sem ekki komast af einshverjum ástæðum þá er þetta kærkominn möguleiki á að sjá okkar lið. 

Hér er linkurinn inn á  HamarTV  en linkur er einnig hér inn á síðu KKd.Hamars

Hamarsstelpur kíktu í Reykjanesbæ í kvöld nánar tiltekið Njarðvík og fyrir fram mátti búast við hörku leik. Stelpurnar okkar voru þó alltaf skrefinu á eftir í leiknum eða í 39 mínútur, það var hins vegar á loka mínútunni sem leikurinn vannst, við fengum lánaða lýsinguna frá karfan.is á síðustu mínútunni ” Í stöðunni 59:58 fá Njarðvík á sig óíþróttamannslega villu. DiAmber setur niður vítin sín og Marín Laufey setur svo niður tvist og með ca 40 sekúndur á klukkunni leiða Hamarsstúlkur með 2 stigum. Svava Ósk Stefánsdóttir sporðrennir svo einum rándýrum þrist í næstu sókn Njarðvíkur og aftur eru heimasæturnar komnar yfir í leiknum með einu stigi. Á einhvern furðulegan hátt þá endar Dagný Lísa Davíðsdóttir svo í galopnu færi hinumegin á vellinum og setur niður tvö stig, Hamar aftur komnar yfir og varnarleikur Njarðvíkur í þessari sókn Hamars afar illa á verðinum. Njarðvíkurstúlkur bruna yfir og þegar um 7 sekúndur eru til loka leiks setur Andrea Ólafsdóttir niður að flestir héldu í húsinu úrslitakörfu leiksins. ” Hjá glæsilegur sigur hjá stelpunum sem eru þar með komnar með 8 stig og eru í 4-5 sæti ásamt Haukum. Di’Amber var sem fyrr atkvæðamest með 21 stig og 4 stoðsendingar en Íris 12 stig 6 fráköst Fanney 14 stig 5 fráköst og Marín 10 stig 6 fráköst áttu allar flottan leik.

Einnig var dregið í bikarnum á dögunum, en stúlkurnar drógust á móti Valsstelpum en sá leikur fer fram á Hlíðarenda heimavelli Vals, Nánari um þann leik síðar

mynd/Guðmundur Karl

Það fóru allir glaðir heim eftir vel heppnað fótboltamót sem fór fram í Hamarshöll hjá s.l sunnudag. 

Keppt var bæði í 6.flokki karla og kvenna.

Strákarnir hófu leik kl 10:00 og spiluðu fullt af leikjum til 13:00. Mikið af snilldartöktum voru sýnd á mótinu. Allir fengu að njóta sín og spila mikið. Aðalatriðið var að skemmta sér og spila fótbolta. 

20131103_122139

20131103_111558

Stelpurnar byrjuðu svo kl 13:30 og spiluðu flottan fótbolta. Hamar og Ægir spiluðu í fyrsta sinn í sameiginlegu liði í 6.flokki kvenna. Margar stelpur voru að keppa á sínu fyrsta móti og stóðu þær sig ótrúlega vel.

20131103_140736

20131103_140808

 

 

Liðin sem tóku þátt í mótinu voru Selfoss, KFR, Leiknir R. og sameiginlegt lið Hamar og Ægir.

Við þökkum öllum sem tóku þátt í mótinu og þetta verður endurtekið aftur.

 

Hamar og Haukar mættust í Frystikistunni í Hveragerði í kvöld. Fyrir leikinn var Hamar með 6 stig en Hauka stelpur 4 stig. Leikurinn byrjaði mjög hægt en voru það Hauka stelpur sem leiddu leikinn. Hamars stelpur létu þær þó aldrei stinga sig af og var munurinn 2 stig eftir fyrsta leikhluta 15-17. Annar leikhlutinn byrjaði þó mun betur fyrir heimastúlkur og náðu þær 10-0 áhlaupi og komust í 34-24. En Haukastelpur gáfu þó í rétt fyrir hálfleik eftir að Bjarni þjálfari tók leikhlé, við það náðu þær að laga stöðuna aðeins og var niðurstaðan 5 stiga munur í hálfleik 39-34. Síðari hálfleikur byrjaði svo líkt og sá fyrri endaði með töluverðum yfirburðum Hauka. Þær komust í 43-48 og ákvað þá Hallgrímur Brynjólfsson að taka leikhlé. Það virtist ekki alveg hafa virkað rétt því Hamarsstelpur áttu ennþá í vandræðum með að leysa pressu Hauka og gegnur þær áfram á lagið og komust mest 10 stigum yfir 46-56. Hamarsstúlkur náðu þó fyrir rest að vinna úr pressunni og skila inn stigum og hélst munurinn nokkurn vegin út leikhlutann og staðan 55-63 fyrir síðasta fjórðungin. Hamarsstelpur unnu sig fljótt inn í leikinn og komu leiknum aðeins í 3 stig 62-65, áður en fyrrum leikmaður Hamars Jóhanna Björk setti þriggja stiga körfu 62-68. Aftur komu Hamarsstelpur þó forskotinu niðrí þrjú stig en aftur svöruðu Haukar með þriggja stiga körfu og var það í þetta skiptið Lele Hardy. Þar má segja að leikurinn hafi unnist þó svo að Hamarsstelpur hafi átt fínar rispur inn á milli eftir þetta. Það var bara þannig að Lele Hardy svaraði alltaf til baka og endaði hún með trölla tvennu eins og henni einni er lagið. Hún endaði með 46 stig 19 fráköst og 7 stolna bolta hreint út sagt ótrúleg frammistaða, skiluðu þessar tölur henni 55 framlagsstigum. Di’Amber Johnson í liði Hamars skilaði þó ekkert verri tölum heldur en Hardy, Di’Amber setti nefnilega niður 42 stig tók 10 fráköst gaf 5 stoðsendingar og stal 5 boltum sem skilaði henni 43 framlags stigum. Þær sem fylgdu svo eftir stórleik þessara kvenna voru Fanney í liði Hamars með 13 stig og 4 fráköst og Gunnhildur í liði Hauka með 8 stig og 3 stoðsendingar. Aðrar voru með minna

Ívar Örn Guðjónsson