Óskar Smári Haraldsson hefur gengið til liðs við Hamar frá Tindastóli. Óskar Smári er efnilegur framherji sem lék með Drangey í 3. deildinni í fyrra og hefur leikið vel fyrir Tindastól á undirbúningstímabilinu. 

Óskar Smári bætist í hóp þeirra Atla Hjaltested, Daníels Fernandes Ólafssonar, Kristjáns Vals Sigurjónssonar, Sigurðar Kristmundssonar og Vignis Daníels Lúðvíkssonar sem einnig hafa gengið til liðs við Hamar á undanförnum dögum. 

Þá er Hamar í viðræðum þessa dagana við erlenda varnarmenn, m.a. frá Serbíu og Póllandi, ásamt markvörðum frá Bandaríkjunum og Póllandi. Þá er einnig von á frekari liðsauka leikmanna frá íslenskum liðum á næstu vikum. 

Nánar verður skýrt frá leikmannamálum Hamars er fram líða stundir.

 

Smá spenna fyrir leik og í byrjun leiks Hamars og Stjörnunnar í 1. deild kvenna í gærkvöldi og ljóst að Hamar gat tryggt sér deildarmeistaratitilinn með sigri en Stjarnan varð að vinna til að geta gert tilkall til bikarsins en þær eiga þó 2 frestaða leiki inni.
 
Fyrsti leikhluti jafn og liðin skiptust á að skora en mikið um mistök á báða bóga en staðan 15-16 fyrir gestina eftir fyrstu 10 mínúturnar. Fyrstu mínútur annars leikhluta voru heimastúlkur grimmari og náðu 9-1 áhlaupi áður en Kjartan tók leikhlé en forystan hélst þetta 5-10 stig fyrir Hamar fram að leikhlé og staðan í sjoppuhlé 32-22. Stjarnan skoraði aðeins 7 stig í leikhlutanum gegn 18 heimakvenna.
 
Ef einhver var að bíða eftir spennandi leik, sem fullt útlit var til, þá skjátlaðist þeim sömu hrapalega því strax eftir hlé tók Hamar leikinn í sínar hendur og rúlluðu 3.leikhluta upp 33-13 og leiddu fyrir lokahlutann 65-35. Allt virtist fara ofan í körfuna hjá heimastúlkum og leikurinn hraðari en áður. Síðasti leikhluti var jafnari en Hallgrímur þjálfari Hamars gat leyft sér að hvíla byrjunarliðið stóran hluta leikhlutans en Stjörnustúlkur hættu aldrei og bættu aðeins í undir lokin og náðu að vinna síðasta leikhlutann 17-20, lokatölur 79-56 fyrir heimastúlkur eins og fyrr sagði.
 
Bestar í liði Stjörnunnar voru Bryndís Hanna með 18 stig/11 fráköst, Kristín Fjóla með 13 stig og Bára Fanney með 11 stig en aðrar minna.
 
Hjá Hamri var Íris Ásgeris með 22 stig, Marín 16 stig, Álfhildur 14 og Jenný og Regína með 9 stig hvor en Katrín Eik var frákastahæst á vellinum með 12 fráköst, 7 stig og 4 stoðsendingar að auki.
 
Eftir leik afhenti Hannes S. Jónsson formaður KKÍ Hamarsstúlkum deildarmeistaratitilinn við mikinn fögnuð. Stjarnan þarf að vinna 1 af 2 frestuðum leikjum sem þær eiga inni til að komast í úrslitaeinvígi(við Hamar) um laust sæti í úrvaldeild og nokkuð ljóst að þá verður hart barist en úrslitakeppni 1.deildar byrjar strax í vikunni eftir páska.

hofland-logoFramhaldsskólamót Hoflands setursins og knattspyrnudeildar Hamars fór fram síðastliðinn laugardag í Hamarshöllinni. Þátttaka í mótið var ágæt og fór það vel fram og var mikið um skemmtilega og spennandi leiki. Leikið var í tveimur fjögurra liða riðlum þar sem efst tvö liðin léku á víxl í undanúrslitum áður en leikið var um sæti. 

Þátttökulið mótsins komu meðal annars frá Laugum, Akureyri og Egilsstöðum og fá þau sérstakt hrós fyrir að leggja í slíka ferð til að taka þátt. Annars eiga öll liðin hrós skilið fyrir prúðmennsku og skemmtilega framkomu sem var skólum þeirra algerlega til sóma. 

Ákveðið hefur verið að halda annað (og stærra) mót fyrir framhalsskóla landsins í haust og miðað við móttökurnar og þátttökuna nú er búist við fjölmenni í Hamarshöllina á haustdögum. Hér má sjá myndir af verðlaunahöfum mótsins sem og úrslit leikja. 

Knattspyrnudeild Hamars vill þakka Hofland setrinu fyrir aðkomu sína að mótinu sem og allra annara sem tóku þátt í framkvæmd þess. 

flensborg-1._saeti

laugar2-2._saeti

laugar1-3._saeti

urslit (1)

Hamar vann Val í Vodafone-höllinni í gærkvöldi 78-81 í æsispennandi leik þar sem framlengingu þurfti til en sigurinn okkar drengja. Stóru mennirnir voru öflugir en Örn skoraði 28 stig og tók 14 fráköst meðan Raggi Nat tók 18 fráköst og skoraði 20 stig. Eftir stendur að Hamar getur gulltryggt 3ja sætið fyrir úrslitakeppni með sigri á FSu hér heima nk. föstudag og því skyldumæting. Alveg er óljóst hvort Valur eða Haukar fara beint upp sem sigurvegarar 1.deildar karla en á eftir okkur er svo Höttur og Þór Akureyri sem fara í 4 liða úrslit um 1 laust sæti í úrvalsdeild næsta haust. 

Rétt er að minna alla Hamarsmenn að taka frá miðvikudagskvöld einnig þar sem stelpurnar eiga heimaleik gegn Stjörnunni en þetta er síðasti leikur fyrir úrslitakeppni 2ja efstu liðanna um úrvalsdeidlarsæti og tvö efstu liðin eru jú Sjarnan og Hamar en með sigri á miðvikudag tryggir Hamar sér heimaleikjaréttin og deildarmeistara-nafnbótina.  Allir að mæta miðvikadag kl. 19.15 og föstudag kl. 19.15  ÁFRAM HAMAR

HSK mótið í Fimleikum verður haldið laugardaginn 16. mars hér í Hveragerði.

Fimleikadeild Hamars mun því halda mótið Read more

Páskafrí verður hjá Fimleikadeild Hamars samhliða Grunnskólanum í Hveragerði eins og hér segir; 23.03.2013 – 03.04.2013. Allar æfingar falla niður á meðan fríinu stendur, nema þjálfari hóps tilkynni eitthvað annað.

 

Bkv,

Stjórn og þjálfarar

Arnar Geir Helgason er mikill stuðningsmaður Hamars og fékk fyrir nær 18 ára samfleitt starf við ritaraborð á körfuboltaleikjum félagsins viðurkennigu og nafnbótina “Stuðningsmaður ársins 2013”.   Viðurkenninguna fékk Arnar Geir afhenta á aðalfundi Hamars sl. sunnudag.

 

Eftir að hafa verið á fullu í íþróttum hér í Hveragerði á sínum uppvaxtarárum þá var ljóst að að hér færi um handbolta- og fótboltavöllinn mikið efni í báðum íþróttum með mikla yfirvegun og áhuga á boltanum. Við veikindi við lok grunnskólagöngu verða miklar breytingar í lífi Arnars Geirs og eftir að hafa greinst með æxli við sjóntaug á 16 ári fór keppnisbaráttan frá vellinum og yfir í það að yfirstíga þann sjúkdóm og fjölmarga fylgikvilla og aukaverkanir sem komu í kjölfarið.  Ljóst var að  þátttöku Arnars á vellinum var lokið, í bili að minsta kosti. Þó hann hafi ungur lent í þessu áfalli sinnti hann námi áfram og lauk stútentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands og svo seinna kennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands.

 

Þegar Lárus Ingi Friðfinnsson leitaði eftir starfskröftum Arnars á ritaraborði körfuboltans fyrir nærri 18 árum síðan, var hann strax til og sá þannig fram á að halda sér í hringiðu íþróttanna hér í bæjarfélaginu með þeim hætti. Arnar Geir hefur verið á nánst öllum leikjum mfl. karla og kvenna í Íslandsmóti og bikarleikjum síðan og sú vinna sem hann hefur innt af hendi fyrir Körfuknattleiksdeild Hamars algerlega ómetanleg. Ef heimaleikir Hamars (karla og kvenna) eru á að giska 25 á ári þá er ljóst að nálægt 450 leikir við ritaraborðið eru að baki og Arnar Geir enn að störfum og hvergi hættur.

 

Við þökkum Arnari Geir enn og aftur fyrir alla hans vinnu og óeigingjart starf í þágu Kkd. Hamars sl. 18 ár, svona öðlingum verður seint nóglega þakkað.

Kkd.Hamars

Lárus Ingi Friðfinnsson

Guðjón Helgi Auðunsson er útnefndur Badmintonmaður Hamars 2012, á aðalfundi félagsins þann 3.mars sl. Read more

Hamar vann í gær Fjölnir b í 1.deild kvenna nokkuð öruggt 79-58.  Stelpurnar leiddu allan tímann og sigurinn aldrei í hættu. Þær sitja sem fyrr í efsta sæti og eiga tvo leiki eftir í deildinni áður en úrslitarimma 2ja efstu liða fer fram um 1 laust sæti í úrlvalsdeild.

Fyrr um daginn var tilkynnt um val á yngri landsliðum Ísland til þátttöku á Norðurlandamótinu í vor og þar á Hamar 2 fulltrúa, þær Marín Laufey Davíðsdóttur (U18) og Dagný Lísu Davíðsdóttur (U16) en báðar eru að fara í 2 sinn á mótið. Til hamingju með það!

Í leiknum í gær var Íris stigahæst með 24 stig/9 stolna bolta og 5 stoðsendingar, Marín 14 stg/15 fráksöst, Katrín Eik 13 stig, Jenný 11, Bjarney 9, Álfhildur 6/11fráköst og Dagný Lísa 2 stig.

Rétt að minna á næsta leik hjá strákunum nk. föstudag hér heima gegn Hetti. Allir á völlinn.

 

 

Á aðalfundi Íþróttafélagsins Hamars, sunnudaginn 3. mars 2012 var Marín Laufey Davíðsdóttir, körfuknattleikskona Hamars, krýnd íþróttamaður Hamars ársins 2012. Marín hefur leikið fyrir meistaraflokk Hamars í þrjú tímbil, þrátt fyrir ungan aldur, og hefur staðið með mikilli prýði. Hún leikur sem bakvörður og er einn af máttarstólpum liðsins.  Auk Marínar voru útnefnd íþróttamenn hverrar deildar.

Sú nýbreytni var tekin upp á aðalfundinum að útnefna sjálfboðaliða ársins. Sá sem varð fyrir valinu að þessu sinni var Arnar Geir Helgason. En hann hefur í fjölda ára starfað sem ritari á körfuknattleiksleikjum Hamars og ávallt verið boðinn og búinn til starfa fyrir Hamar.

Á aðalfundinum var einnig undirritaður nýr samstarfssamningur Hamars og Hveragerðisbæjar, þar sem kveðið er á um samskipti milli aðila næstu þrjú ár. Samningurinn kveður einnig á um fjárframlög til Hamars næstu þrjú ár sem er samtals að upphæð kr. 20 milljónir. Stjórn Hamars var einróma endurkjörin og formaður er Hjalti Helgason.

Eftirtaldir fengu viðurkenningar:

Badmintonmaður Hamars Guðjón Helgi Auðunsson
Fimleikamaður Hamars Erla Lind Guðmundsdóttir
Blakmaður Hamars Haraldur Örn Björnsson
Hlaupari Hamars Líney Pálsdóttir
Knattspyrnumaður Hamars Ingþór Björgvinsson
Körfuknattleiksmaður Hamars Marín Laufey Davíðsdóttir
Sundmaður Hamars

Elva Björg Elvarsdóttirr

Framkvæmdarstjórn Hamars óskar íþróttamönnunum til hamingju með titilana.