6 vikna námskeið 2x í víku. Fyrir konur á öllum aldri sem vilja ná árangri í líkamsrækt,  fjölbreyttir og skemmtilegir tímar sem auka þol, vöðvastyrk og vellíðan. Leiðbeinandi er Rúna Einarsdóttir. Námskeiðið hefst 9. janúar.

Verðið er 13.500 kr, en 9.500 ef þú ert með árskort eða í áskrift. Mánudagar og miðvikudagar klukkan 19:15.  
Skráning og nánari upplýsingar fást í Laugaskarði síma 483-4113.

6 vikna námskeið 2x í víku. Fit-Pilates þjálfar djúpvöðva líkamans, gefur langa fallega vöðva, sléttan kvið, grönn læri, sterkt bak, betri líkamsstöðu og aukinn liðleika. Engin hamagangur en vel tekið á þvi.  Æfingar gerðar með bolta , teygjum  og handlóðum. Leiðbeinandi er Rúna Einarsdóttir. Námskeiðið hefst 9. janúar.

Verðið er 13.500 kr en 9.500 kr ef þú ert með árskort eða í áskrift.  Mánudagar og miðvikudagar klukkan 18:15. 
Skráning og nánari upplýsingar fást í Laugaskarði síma 483-4113. 

Æfingar í Stubbafimleikum hefjast laugardaginn (12.jan) í íþróttahúsinu í Hveragerði. T9 er fyrir börn 2-3 ára og er æfingatími frá 12:00-12:45. Þjálfari er Bjarndís Blöndal. Foreldrar eru hvattir til þess að sækja tíma með börnunum og taka með þeim sín fyrstu fimleikaskref hjá íþróttafélaginu Hamar. Bjarndís stundar nú nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands en hefur nýverið lokið námi við íþróttalýðháskóla í Sönderborg. Hún hefur sjálf æft fimleika frá 4 ára aldri, og þjálfað hjá fimleikadeild Hamars í tæp fjögur ár.

 

Láttu sjá þig! 

Fimleikadeild Hamars

Íþróttafélagið Hamar óskar félagsmönnum sínum sem og öllum stuðningsmönnum, gleðilegs árs. Megi nýtt ár færa félaginu okkar gleði og góðar stundir.