Marín Laufey Davíðsdóttir er Körfuknattleiksmaður Hamars 2012.

Marín Laufey er 17 ára og spilar fyrir Hamar sem bakvörður og miðherji. Marín er fyrirmyndar íþróttamaður og hefur sýnt fádæma keppnisskap og áræðni eftir erfið meiðsli sem héldu henni frá köfuboltavellinum nánast allt tímabilið 2010-2011. Marín lék með meistaraflokki Hamars sl. vetur og vakti þar strax athygli þrátt fyrir ungan aldur og var að endingu valin í U-18 ára landslið Íslands til þátttöku á Norðurlandamót sl. vor þar sem hún var byrjunarliðsmaður í öllum leikjum.

Hún er til fyrirmyndar utan vallar sem innan og stundar íþrótt sýna að mikilli kostgæfni. Marín á að baki 40 mfl. leiki í Íslandsmóti og þar af 29 í efstu deild.

 

Fh. KKd.Hamars

Lárus Ingi Friðfinnsson

Haldinn var fundur meðal forsvarsmanna deilda, þjálfara og Hveragerðisbæjar um öryggisatriði í Hamarshöllinni nú þegar verið er að taka mannvirkið í notkun.  Í meðfylgjandi skjölum eru atriði sem allir sem starfa og æfa í Höllinni eru beðnir að kynna sér vandlega. Forstöðumaður Hamarshallar er Steinar Logi Hilmarsson.

Ítarleg rýmingaráætlun Hamarshallar 2012

Rýmaruppdráttur Hamarshallar 2012

 

img_0447-1944img_0448-1944